Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Síðasti saltfiskdagurinn!

Föstudaginn 30. mars verður síðasta saltfiskmáltíðin að þessu sinni reidd fram í hádeginu. Guðfræðinemar koma í heimsókn og flytja stutta dagskrá. Allir velkomnir!

By |29. mars 2007 00:00|

50 ára vígsluafmæli Neskirkju!

Á pálmasunnudag, 1. apríl kl. 11, verður þess minnst að Neskirkja var vígð þann sama sunnudag árið 1957. Hátíðarmessa verður kl. 11. Meiri upplýsingar munu birtast síðar í vikunni. Fylgstu með og taktu þátt!

By |28. mars 2007 09:56|

Þórhildi þakkað, Sigurði Árna fagnað

Sr. Þórhildur Ólafs, sem leysti sr. Sigurð Árna Þórðarson af s.l. 4 vikur, hefur lokið sínu verkefni. Um leið og henni eru þökkuð góð störf, hlý og góð nærvera á liðnum vikum, er Sigurði Árna fagnað að loknu feðraorlofi.

By |25. mars 2007 18:20|

Prédikun Úrsulu á boðundardegi Maríu

„María játar að hún þarfnast Guðs síns eins og við öll. Við í okkar lúthersku kirkju biðjum ekki til Maríu guðsmóður og höfum hana ekki sem milligöngumann milli okkar og Guðs. Hún er ekki guðleg vera sem við tilbiðjum. En svo sannarlega getum við dáðst að hugrekki hennar og reynt [...]

By |25. mars 2007 14:45|

Messa 25. mars kl. 11 – Úrsula prédikar

Í messu sunnudagsins stígur skrifstofustjóri Neskirkju, Úrsula Árnadóttir, cand. theol. í stólinn og flytur prédikun á boðunardegi Maríu. Barnastarfa á sama tíma. Sr. Örn Bárður Jónsson, þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kaffisopi eftir messu.

By |23. mars 2007 16:50|

Saltfiskur á föstu/dögum

Saltfiskdagar halda áfram í Neskirkju og n.k. föstudag, 23. mars, kl. 12-13, kemur nýr gestur og ræðir við matarfólk. Valgerður Sigurðardóttir heiti hún og hefur rekið fiskvinnslu. Hún hefur líka verið forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði en stundar nú nám í lögfræði. Hún veit að lífið er saltfiskur og hún ætlar [...]

By |21. mars 2007 22:51|

Þjóðkirkjan og samkynhneigð – fundur í kvöld kl. 20!

Fundur um Þjóðkirkjuna og samkynhneigð í Neskirkju, miðvikudaginn, 21. mars. kl. 20. Kynnt verða drög að ályktun og form fyrir blessunarathafnir. Frummælendur, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir,verkefnisstjóri Biskupsstofu, Grétar Einarsson og Guðrún Guðfinnsdóttir, bæði frá Samtökunum 78. Kynningar- og umræðufundurinn sem er öllum opinn er haldinn á vegum 5 sókna, Dómkirkju-, [...]

By |21. mars 2007 00:00|

Stuttmyndin Jósef á 21. öldinni

Einelti er aldrei í lagi!!! Í Tíu til tólf ára starfi Neskirkju hefur á vormisseri verið fjallað um virðingu, vináttu og einelti. Við fengum því nokkra hugrakka sjálfboðaliða úr hópnum til að leika með okkur stuttmynd sem byggir á sögunni af Jósef syni Jakobs í 1. Mósebók 37-50 en sagan [...]

By |20. mars 2007 13:33|

Þorskur konungur

Þann 9. mars 2007 heimsótti Ólafur Hannibalsson, blaðamaður, Saltfiskdaga í Neskirkju og flutti þar aldeilis frábært erindi undir yfirskriftinni Þorskur konungur. Erindið er hægt að nálgast hér og kunnum við Ólafi bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að birta það.

By |19. mars 2007 16:16|

Messa og barnastarf 18. mars kl. 11

Í messu n.k. sunnudag, 18. mars mun sr. Þórhildur Ólafs prédika og þjóna fyrir altari. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Barnastarfið er á sama tíma undir stjórn Guðmundu og Bjargar. Kaffisopi eftir messu.

By |16. mars 2007 09:38|