Saltfiskdagar halda áfram í Neskirkju og n.k. föstudag, 23. mars, kl. 12-13, kemur nýr gestur og ræðir við matarfólk. Valgerður Sigurðardóttir heiti hún og hefur rekið fiskvinnslu. Hún hefur líka verið forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði en stundar nú nám í lögfræði. Hún veit að lífið er saltfiskur og hún ætlar að segja okkur sögur af reynslu sinni. Máltíðin kostar kr. 1.200 og kaffi er innifalið. Af upphæðinni renna kr. 300 til líknarmála. Velkomin/n í suðrænan saltfisk!