Ferming á annan í páskum
Á annan dag páska, 9. apríl, verður fermingarmessa kl. 11. Nöfn fermingarbarna er hægt að nálgast hér!
Tvær messur, tónleikar og morgunverður!
Á páskadag verður mikið um dýrðir í Neskirkju. Messað verður kl. 8 og 11. Barnastarf verður í 11-messunni og páskaeggjaleit á kirkjulóðinni. Á milli messa verða tónleikar organistans og á Torginu verður reitt fram kaffi og nýbakað brauð, álegg og annað góðgæti. Og svo mun jafnvel hljóma páskahlátur! […]
Jesúborð og myndir
Skírdagur er mikill tákndagur. Í textum og atferli dagsins eru tákn. Í skírdagsmessunni voru íhugaðar borð- og kvöldmáltíðarmyndir. Hægt er að lesa hugleiðinguna og líka skoða myndirnar undir þessari smellu.
Dagskrá með SÁÁ
Á föstudaginn langa kl. 14 verður flutt í Neskirkju Dagskrá um þjáningu og lausnir. Byggist hún upp á lestrum úr píslarsögu Krists og Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar auk tónlistar. Meðal lesara verður Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. […]
Brauðið sem vér brjótum
Þetta er gott brauð, sem þið notið við altarisgönguna var sagt í Neskirkju eftir skírdagsmessu. Það var ósýrt, þunnt, pönnusteikt brauð og þannig brauð hefur Jesús líklega brotið og útdeilt í síðustu kvöldmáltíðinni. Upppskriftin er einföld. […]
Tákn, borð og skírdagsmessa
Táknmál skírdags er ríkulegt. Myndlistamenn hafa túlkað síðustu máltíð Jesú með ólíkum hætti. Í skírdagsmessunni í Neskirkju kl. 21 verður varpað upp skyggnum af myndlistaverkum á altarisvegg til íhugunar. […]
Fjölmenni í Neskirkju á afmælishelgi!
Á annað þúsund manns sótti Neskirkju um helgina en fermingar fóru fram bæði laugardag og sunnudag og svo var sérstök hátíðarmessa í tilefni af 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Hátíðin hófst með tákngöngu frá syttunni af Sæmundi fróða Sigfússyni við Háskóla Íslands en Nessöfnuður hafði aðstöðu til helgihalds á fyrstu starfsárum [...]
Biskupsmessa á fimmtugsafmæli
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, prédikar í Neskirkju á pálmasunnudag kl. 11. Kirkjan á 50 ára afmæli, var vígð á pálmasunnudegi árið 1957. Allir velkomnir, ungir og aldnir. […]
Fermingar um helgina
Fermingar verða í kirkjunni laugardaginn 31. mars, kl. 11.00 og 13.30, og á pálmsunnudag, 1. apríl, kl. 13.00. Nöfn fermingarbarna, sem fermast þessa daga, er hægt að nálgast hér!
Árshátíðin að byrja!
Hvernig á að halda upp á afmæli? Í stað afmælis í einn dag verður hátíð Neskirkju í heilt ár. Kirkjuafmæli er tilefni til að fagna vel og lengi. Á pálmasunndegi byrjar árshátíð Neskirkju. Guðsríkið er allra, öllum er boðið, allir eru velkomnir. […]