Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, prédikar í Neskirkju á pálmasunnudag kl. 11. Kirkjan á 50 ára afmæli, var vígð á pálmasunnudegi árið 1957. Allir velkomnir, ungir og aldnir.

Biskupsmessa verður í Neskirkju á pálmasunnudag kl. 11. Kirkjan á 50 ára afmæli, var vígð á pálmasunnudegi árið 1957. Allir velkomnir, ungir og aldnir.

Núverandi og fyrrverandi Neskirkjuprestar þjóna fyrir altari auk prófasts. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista.

Barnastarfið hefst í kirkjunni og börnin fara svo í safnaðarheimili

Pálmasunnudagsmessan markar upphaf “árshátíðar” Nessafnaðar, því hátíðin verður í heilt ár og með ýmsum viðburðum.

Fyrir vígslu Neskirkju notaði söfnuðurinn Háskólakapelluna til helgihalds. Til að minnast þess verður kl. 9.30 efnt til tákngöngu frá Sæmundarstyttunni við HÍ. Gengið verður til Neskirkju og þar verður heitt á könnunni bæði fyrir og eftir messu.