Fjármunir, siðferði og sjón
Í messunni á sunnudag verða íhuguð tengsl fjármuna og siðferðis. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari auk sr. Arnar Bárðar Jónssonar. Eftir veglegar hádegisveitingar verður aðalfundur Nessóknar haldinn. […]
Aðalsafnaðarfundur Nessóknar
Aðalsafnaðarfundur Nesskóknar verður haldin sunnudaginn 10. júní kl. 12.30 (eftir messu). Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Leikjanámskeið sumarið 2007
Skráning er hafin á hin árlegu sumarnámskeið Neskirkju. Námskeiðið er ætluð börnum á aldrinum 6-10 ára (fædd 1997-2001) og munu Sigurvin Jónsson guðfræðingur og Sunna Dóra Möller guðfræðinemi hafa umsjón með námskeiðunum. Haldin verða fjögur námskeið, ein vika í senn, og eru öll börn fædd 1997-2001 velkomin á námskeiðin. [...]
Fyrirbænir
Á miðvikudögum eru fyrirbænamessur kl. 12.15 þar sem beðið er fyrir sjúkum og bágstöddum. Messan tekur um 20 mínútur. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til prestanna með tölvupósti, símtali eða skriflega við upphaf messunnar.
Að lesa eða hlusta
Vakin er athygli á að hér hægra megin á frosðíðunni er hægt að fara inn á annála okkar prestanna þar sem margar ræður eru birtar í textaformi og stundum einnig sem hljóðskrár.
Þrenningarhátíð – messa kl. 11
Sunnudaginn 3. júní kl. 11 verður messa í Neskirkju. Þrenningarhátíð er haldin næsta sunnudag eftir hvítasunnu og er hún síðasta hátíð kirkjuársins. […]
Hefur þú fyllst heilögum anda?
Mamma, hefur þú fyllst Heilögum Anda? Hún svaraði: Já, einu sinni, í kirkju í Frakklandi. Ég varð fyrir svo sterkri reynslu, að það hlýtur að hafa verið Andi Guðs. Prédikun sr. Sigurðar Árna á annan hvítasunnudag fjallar um verkan Heilags Anda og er að baki þessari smellu.
Prédikun hvítasunnudags
Ræðu sr. Arnar Bárðar, Dagur gleði og einingar þjóða, er hægt að nálgast hér.
Annar í hvítasunnu
Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Steingrímur Þórhallsson organisti. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.
Tungur í Neskirkju
Hátíðarmessa verður í Neskirkju á hvítasunnudag kl. 11. Í messunni verða lesnir ritningarlestrar á framandi tungum. Er með því vísað til reynslu manna í árdaga þegar fagnaðarerindið heyrðist flutt á mörgum tungum. […]