Skráning er hafin á hin árlegu sumarnámskeið Neskirkju. Námskeiðið er ætluð börnum á aldrinum 6-10 ára (fædd 1997-2001) og munu Sigurvin Jónsson guðfræðingur og Sunna Dóra Möller guðfræðinemi hafa umsjón með námskeiðunum. Haldin verða fjögur námskeið, ein vika í senn, og eru öll börn fædd 1997-2001 velkomin á námskeiðin.

Skráning er hafin á hin árlegu sumarnámskeið Neskirkju. Námskeiðið er ætluð börnum á aldrinum 6-10 ára (fædd 1997-2001) og munu Sigurvin Jónsson guðfræðingur og Sunna Dóra Möller guðfræðinemi hafa umsjón með námskeiðinu. Haldin verða fjögur námskeið, ein vika í senn, og eru öll börn fædd 1997-2001 velkomin á námskeiðin.

Námskeiðsdagar eru: Námskeið I: Vika 24 (11.-15. Júní). Námskeið II: Vika 25 (18.-22. Júní). Námskeið III: Vika 31 (30. Júlí-03. Ágúst). Námskeið IV: Vika 32 (07.-10. Ágúst). Námskeiðið er hálfan daginn frá kl. 13:00-17:00. Gjald fyrir hvert námskeiðið er kr. 3.500,- Innritun fer fram í Neskirkju alla virka daga í síma 511-1560 eða í neskirkja@neskirkja.is.

Á námskeiðunum gefst börnunum kostur á að kynnast kirkjunni og boðskap hennar í leik og starfi, auk þess að öðlast dýrmæt tengsl við nýja félaga. Áhersla er lögð á virðingu og vináttu á námskeiðunum og miðast leikir og verkefni við að efla og styrkja hópinn og einstaklinginn. Meðal annars verður farið í hópleiki, þrautaleiki, skapandi verkefni unnin og farið er í strætóferð. Einu sinni á námskeiði er farið í ferð út fyrir borgina og slegið upp grillveislu. Námskeiðunum er stjórnað af reyndu fólki sem hefur starfað með börnum á ýmsum vettvangi.