Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

11.11.11 í Neskirkju

Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er í ár 11. nóvember. Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, guðfræðingur og kristniboði, prédikar í Neskirkju í messunni. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Í messuna 11.11. og kl. 11 eru allir velkomnir. […]

By |8. nóvember 2007 00:00|

Næsti kyrrðardagur 10. nóvember

Hefur þú áhuga á andlegri heilbrigði þinni? Viltu dekra við sál þína? Næsti kyrrðardagur Neskirkju verður laugardaginn 10. nóvember. Dagskrá hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16. […]

By |8. nóvember 2007 00:00|

Foreldramorgnar

Fimmtudaginn 8. nóvember kemur Herdís Storgaard á foreldramorgna og fræðir um slysavarnir barna. Kaffi á könnunni. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10 til 12.

By |7. nóvember 2007 13:56|

Opið hús

Dr. Guðrún Kvaran prófessor, orðabókaritsjóri og formaður Biblíuþýðingarnefndar flytur erindi í Opnu húsi n.k. miðvikudag, 7. nóvember, sem hún nefniir: Kirkjubiblía, biblíuhefð og tryggðin við frumtextanna. Kaffiveitingar á Torginu. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15.

By |6. nóvember 2007 09:33|

Allra heilagra messa

Í messunni sunnudaginn 4. nóvember verður íhuguð himinvist og hjálp Guðs. Á allra heilagra messu er gott að koma í kirkju, minnast látinna ástvina, biðja og heyra boðskap vonar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. […]

By |2. nóvember 2007 12:42|

Fyrirbænir

Í hverri viku ársins er fyrirbænamessa á miðvikudögum kl. 12.15. Messan tekur um 20 mínútur. Við upphaf er leikið á orgel og klukkum hringt. Síðan er sunginn sálmur, lesinn ritningartexti og prestur flytur örhugvekju. Eftir fyrirbænir er altarisganga. […]

By |30. október 2007 14:35|

Fyrirbænir

Í hverri viku ársins er fyrirbænamessa á miðvikudögum kl. 12.15. Messan tekur um 20 mínútur. Við upphaf er leikið á orgel og klukkum hringt. Síðan er sunginn sálmur, lesinn ritningartexti og prestur flytur örhugvekju. Eftir fyrirbænir er altarisganga. Það eru lífsgæði að ganga í guðshús í miðri viku og njóta [...]

By |30. október 2007 14:29|

Opið hús

Í Opnu húsi miðvikudaginn 31. október mun Síra Ágúst Sigurðsson, sem nýkominn er úr siglingu, segir frá Efesus og Húsi Maríu meyjar á Næturgalafjallinu og sýnir myndir úr ferðalaginu. Í upphafi er boðið upp á kaffiveitingar á Torginu. Opið hús er alla miðvikudag kl. 15.

By |30. október 2007 10:44|

B+ og NeDó

Þriðjudaginn 30. október mun æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju taka þátt í verkefninu B+ þar sem öll æskulýðsfélög á landinu hjálpast að við að lesa Biblíu 21. aldar á einni viku. Upplesturinn mun hefjast í safnaðarheimili Neskirkju kl 17:00 og standa fram eftir kvöldi. NeDó mun nota tækifærið og safna fyrir [...]

By |29. október 2007 10:27|

Sr. Frank prédikar í Neskirkju

Á siðbótardegi, sunnudaginn 28. október mun sr. Frank M. Halldórsson prédika í Neskirkju. Hann er bæði kunnugur prédikunarstólnum og aðstæðum kirkjunnar því hann þjónaði Nessöfnuði í 40 ár. […]

By |25. október 2007 00:00|