Þriðjudaginn 30. október mun æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju taka þátt í verkefninu B+ þar sem öll æskulýðsfélög á landinu hjálpast að við að lesa Biblíu 21. aldar á einni viku. Upplesturinn mun hefjast í safnaðarheimili Neskirkju kl 17:00 og standa fram eftir kvöldi. NeDó mun nota tækifærið og safna fyrir utanlandsferð sem fyrirhuguð er í ágúst á næsta ári. Allir eru velkomnir að koma og hlusta á Guðs orð undir rjúkandi kaffibolla og styðja við unglingastarfið.