Orðin tíu í Neskirkju
Hvaða gildi hafa boðorðin í nútímanum? Frá og með 25. janúar 2009 verða þessar fornu reglur ræddar. Í stað þess að leggja út af texta kirkjuársins verður prédikað út einu boðorði í hvert sinn. Frætt verður um samhengi þeirra, merkingu og hvernig má nýta þau í líf einstaklings og samfélags. [...]
NeDó og Fönix í Skálholt
Unglingastarf Neskirku tók sig upp síðasta laugardag (17. jan) og heimsótti nýstofnað æskulýðsfélag Skálholtskirkju en yfir 20 ungmenni hafa sýnt því áhuga að taka þátt í æskulýðsstarfi þar. Við fylltum því rútu með Fönix krökkum og NeDó-ingum og stýrðum leikjadagskrá í Skálholtsskóla en fengum að launum dýrindis kvöldmat. Við þökkum [...]
Nýtt kynningarmyndband fyrir unglingastarf Neskirkju
Diljá Rut Guðmundudóttir, ein af snillingunum okkar í eldra unglingastarfinu, hefur sett saman kynningarmyndband fyrir æskulýðsfélögin okkar tvö, Fönix (8.-10. bekkur) og NeDó (framhaldsskóli). Myndbandið var prufukeyrt í Skálholti síðustu helgi og uppskar dynjandi lófatak. Takk Diljá fyrir þitt frábæra myndband.
Vel fyrir kallaður?
Guð kallar hið innra, í líkama okkar, heima og í vinnunni. Ef við bregðumst við eins og Samúel og Sakkeus skerpist heyrn á raddir lífs. Við erum vel fyrir kölluð þegar við gegnum kalli Guðs. Prédikun sr. Sigurðar Árna 18. janúar 2009 er að baki smellunni.
Ertu í essinu þínu?
Það er spurning messunnar 18. janúar. Prestar: Toshiki og Sigurður Árni sem prédikar. Magnús Ragnarsson stjórnar söng safnaðar. Félagar í kór Neskirkju syngja. Messuþjónar: Helga, Sigurþór og Valdimar. Umsjón með barnastarfi hafa Sigurvin, María, Andrea, Emilía og Ari. […]
Messa 11. janúar – Börninn í öndvegi
Messa og barnastarf kl. 11. Tónlist Hjörleifur Valsson og Pamela De Sensi. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Ursulu Árnadóttur. Sr. Örn Bárður kveður söfnuðinn en hann verður í námsleyfi fram í maí. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr frímúrarastúkunni [...]
Minningargjöf um Ásdísi Einarsdóttur
Kór Neskirkju hélt sína árlegu aðventutónleika í Neskirkju þann 7. desember s.l. Til þess að heiðra minningu Ásdísar Einarsdóttur, félaga í Kór Neskirkju, var ákveðið að láta tiltekna upphæð af hverjum seldum miða renna til hjálparstarfa í Afríku. […]
Ekkert gjald tekið meðan beðið er
Viltu ná sambandi? Í hverri viku ársins er fyrirbænamessa á miðvikudögum kl. 12.15. Messan tekur um 20 mínútur. Beiðni um fyrirbæn má koma til prestanna. Í kirkjuna er gott að koma, ekkert gjald er tekið meðan beðið er. Svo er sambandið gott, rofnar aldrei og flutningsgetan mikil! Allir velkomnir. [...]
Vilt þú að hlúa að BaUN-unum.
Félagsleg verðmæti í barna og unglingastarfi myndast í gegnum samveru og leik. Við í Barna og Unglinga Neskirkju óskum eftir að fá gefins spil og annað sem nota má í leik og starfi. Við gætum t.d. notað ýmis borðspil, spilastokka, eldri leikjatölvur, DVD myndir ofl. Gjafmildir mega hafa samband við [...]
Skuld, ráðleysi og firra?
Hvað gefa vitringar? Varla bull, ergelsi og pirru eða skuld, ráðleysi og firru? Nei, gjafir þeirra eru til lífsbóta, fæðingargjafir og trúargáfur. Við getum notið þeirra við bætur eigin lífs og samfélags í krísu. Íhugun sr. Sigurðar Árna 4. janúar 2009 er að baki þessari smellu.