Unglingastarf Neskirku tók sig upp síðasta laugardag (17. jan) og heimsótti nýstofnað æskulýðsfélag Skálholtskirkju en yfir 20 ungmenni hafa sýnt því áhuga að taka þátt í æskulýðsstarfi þar. Við fylltum því rútu með Fönix krökkum og NeDó-ingum og stýrðum leikjadagskrá í Skálholtsskóla en fengum að launum dýrindis kvöldmat. Við þökkum fyrir höfðinglegar móttökur og hlökkum til að hitta nýja vinafélagið okkar á æskulýðsmóti í febrúar. Myndir eru í framköllun og verða settar von bráðar á myndasíðu BaUN.