Foreldramorgnar
Fimmtudaginn 1. október kemur Ólafur Grétar Gunnarsson, félagsráðgjafi, og kynnir fræðslu fyrir foreldra. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10.00 - 12.00
Að vera Vesturbæingur
Í Opnu húsi miðvikudaginn 30. september kemur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, dómkirkjuprestur, í heimsókn. Mun hún veiða skemmtiefni úr minningasjóði sínum. Opið hús byrjar kl. 15.00 með kaffiveitingum á Torginu.
Séra Þórhildur Ólafs þjónar næstu 9 mánuði
Biskup Íslands hefur ákveðið að séra Þórhildur Ólafs þjóni í Neskirkju frá 1. október til loka júní 2010 en séra Sigurður Árni Þórðarson verður í námsleyfi á sama tíma. Þórhildur þjónaði s.l. vetur í afleysingu í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti og var áður prestur í Hafnarfirði. Fimm sóttu um [...]
Messa sunnudaginn 27. september
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Barnastaf á sama tíma í umsjón Sigurvins, Maríu og Ara. Söngur, leikir, sögur og brúður. Súpa, brauð, kaffi og samfélag eftir messu á Torginu. Ræðu [...]
Kjúklingur Maríu frá Nasaret
Síðasta Biblíumáltíðin að þessu sinni verður fram reidd í hádeginu föstudaginn 25. sept. Á matseðlinum verður Kjúklingur Maríu frá Nasaret sem Ólafía Björnsdóttir matreiðir. Örn Bárður býður fólk velkomið með stuttu ávarpi og fræðslu og síðan njóta matargestir máltíðar sem án efa mun kitla bragðlaukana.
Opið hús
Miðvikudaginn 23. september mun dr. Pétur Pétursson prófessor og sóknarnefndarmaður í Nessöfnuði koma í Opið hús og fjalla um starf fríkirkjusafnaða, tilgang þeirra, áherslur og þróun. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi kl. 15. Allir velkomnir.
Messa kl. 11 – Ertu Mörtutýpa, Maríutýpa eða báðar?
Messa kl. 11 sunnudaginn 20. sept. Frábært barnastarf á sama tíma í umsjá Sigurvins, Maríu og Ara. Brúður og leikir. Börnin mála bænasteina. Sjá næstu frétt hér fyrir neðan. Örn Bárður messar ásamt messuþjónum, félögum úr Háskólakórnum og Steingrími organista. Súpa, brauð og kaffi á Torginu eftir messu. Rætt verður um [...]
Málum bænasteina í sunnudagaskólanum!
Í Sunnudagaskólanum í Neskirkju sunnudaginn 20 sept. ætlum við að mála bænasteina sem við söfnuðum í fjöruferð síðasta sunnudag. Steinarnir verða síðan notaðir í vetur sem bænasteinar. Komið því ekki í of fínum fötum! Allir velkomnir! Sigurvin og sunnudagaskólateymið.
Biblíumatur í Neskirkju
Baunamáltíðin sem breytti öllu! Sigurvin Jónsson var með erindi við borðhald á Biblíumat í Neskirkju föstudaginn 18. september um örlagaríka baunamáltíð þeirra tvíburabræðra Jakobs og Esaú. Erindið er aðgengilega á annáli Sigurvins.
Messa 20. september
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédkar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður og gleði. Umsjón Sigurvin, María og Ari. Súpa, brauð, kaffi og samfélag á Torginu [...]