Messías í Neskirkju 5. og 8. desember 2009
Senn líður að tónleikum í Neskirkju. Messías eftir G.F. Händel verður fluttur á laugardag kl. 17 og aftur á þriðjudag kl. 20. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri að hlusta á Messías í kirkjunni ykkar á aðventunni. Flytjendur eru Kór Neskirkju og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna [...]
Hvað er engill?
Hvers konar fyrirbæri er það og hverjir eru þeir? Í Opna húsinu miðvikudaginn 2. desember mun sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, fv. dómkirkjuprestur, koma í heimskókn. Jakob hefur grúskað í sögum um þessa andlegu sendiboða kirkjunnar um aldir og flytur ágríp af englafræði. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.
Fyrsti sunnudagur í aðventu
Messa og barnastarf kl. 11, sunnudaginn 29. nóvember. Kór Neskirkju syngur. Einsöngur Gissur Páll Gissurarson. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þórhildi Ólafs og sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Sigurvin, María og fleiri leiða barnastarfið, söngur, sögur, brúður og gleði. Að lokinni messu [...]
Opið hús 25. nóvember
Opið hús kl. 15. Messías eftir Handel. Steingrímur Þórhallsson organisti Neskirkju kynnir verkið en Kór Neskirkju flytur það í tvígang í byrjun desember, þann 5. og 8. desember. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi. Allir velkomnir.
Messa 22. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Margrét Hannesdóttir, sópran, nemandi í Söngskóla Reykjavíkur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Þórhildur Ólafs prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, leikir og gleði í barnastafinu. Umsjón María og Ari. Súpa, brauð, [...]
Fríkirkjur á Íslandi
Í Opna húsinu miðvikudaginn 18. nóvember kl. 15. Fríkirkjur á Íslandi. Dr. Pétur Pétursson, prófessonr við HÍ og sóknarnefndarmaður í Nessöfnuði, íhugar starf fríkirkusafnaða, tilgang þeirra, áherslur og þróun. Kaffiveitingar í upphafi á Torginu. Allir velkomnir.
Guðfræði 101
Hvað er guðfræði? Hvers vegna skiptir máli að þekkja Biblíuna? Hvers konar bók er Biblían? Með námskeiðinu er stefnt að því að gefa innsýn í viðfangsefni guðfræðinnar, kynna bækur Biblíunnar og ítreka mikilvægi biblíuþekkingar til skilnings á umræðum samtímans. Sigurvin Jónsson, guðfræðingur, kennir ásamt prestum kirkjunnar. Við byrjum kl. 18 [...]
Messa 15. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og leikir í barnastarfinu, umsjón María og Ari. Súpa, brauð, kaffi og samfélag á Torginu eftir messu. Ræðuna er hægt að [...]
Opið hús miðvikudagin 11. nóvember
Ólöf Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, menningar og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar, kemur í heimsókn og talar um myndlist ásamt Jóni Axeli Björnssyni, myndlistarmanni, sem á myndirnar á Torginu. Kaffiveitingar í upphafi. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15.
Fullorðinstrú – fræðsla og umræður
Næsti fyrirlestur verður þriðjudaginn 10. nóv. 2009 kl. 18 og er hann sá þriðji og síðasti í þessari lotu námskeiðs undir yfirskriftinni Fermingarfræðsla fyrir fullorðna. Séra Örn Bárður Jónsson, mun m.a. ræða um trúarlíf og köllun kristinna, líf í samfélagi, hvernig trúin snertir daglegt líf og ákvarðanir. […]