Fréttir

Aðventukvöld og ljósahátíð

Sunnudaginn 11. desember kl. 20. Ræðumaður kvöldsins er Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla íslands. Fjölbreytt jólatónlist verður flutt af þremur kórum, Kór Neskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Hljómi, kór eldri borgara. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Prestar kirkjunnar leiða stundina og fermingarbörn tendra ljós og lesa. Falleg og hátíðleg aðventustund. Að henni lokinni er boðið upp á [...]

By |2016-12-08T16:42:06+00:008. desember 2016 16:42|

Messa og sunnudagaskóli 3. sunnudag í aðventu

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kveikt á þriðja aðventukertinu, hirðakerti.  Í messunni syngur eldri barnakór Neskirkju undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur og kór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn er í umsjá Guðrúnar, Katrínar og Ara. Rebbi og Vaka verða á sínum stað og Nebbi líka. Það verður söngur og [...]

By |2017-04-26T12:23:07+00:008. desember 2016 11:45|

Fjölskylduguðsþjónusta 4. desember

Fjölskylduguðsþjónusta í umsjá prests og starfsfólks barnastarfs. Sögur og söngur. Barnakórar Neskirkju koma fram. Stjórnandi Jóhanna Halldórsdóttir. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

By |2016-12-01T11:06:28+00:001. desember 2016 10:43|

O Magnum Mysterium – Jólatónleikar í Neskirkju

Jólatónleikar Kórs Neskirkju verða sunnudaginn 4. desember kl. 17.00.Drengjakór Reykjavíkur verður sérstakur gestur á tónleikunum. Einsöngur er í höndum Hallveigar Rúnarsdóttur og orgelleikari er Björn Steinar Sólbergsson. Stjórnandi tónleikanna er Steingrímur Þórhallsson organisti og stjórnandi Kórs Neskirkju og Drengjakórs Reykjavíkur. Á tónleikunum flytur Kór Neskirkju tónlist tengda jólum, úr ýmsum áttum, allt frá þekktum jólasálmum eins og „Nóttin [...]

By |2016-12-01T08:58:43+00:001. desember 2016 08:55|

Fimm sjónarmið

Fimm sjónarmið Í ljósi þess að breytingar á trúfélagsskráningu hafa áhrif fyrsta desember á ári hverju er rétt að vekja athygli á því hvað þjóðkirkjufólk í Nessókn fær fyrir aurana sína: Byrjum á því augljósasta, húsnæðinu. Nessókn stendur straum af öllu viðhaldi og rekstri á Neskirkju. Byggingin markar tímamót í reykvískum arktektúr. Hún er fyrsta [...]

By |2017-04-26T12:23:07+00:0029. nóvember 2016 17:27|

Kristín Gunnlaugsdóttir

Krossgötur miðvikudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistakona kynnir sýningu sína, Siðbót, sem opnuð var á Kirkjutorginu í byrjun aðventu. Hún hefur sérstaklega unnið verk fyrir sýninguna sem kallast á við 500 ára afmæli siðbótarinnar sem við fögnum á næsta ári. Heitt súkkulaði og sætindi.

By |2016-11-29T08:36:16+00:0029. nóvember 2016 08:36|

Kristnir og múslimar fagna saman Ashura

Ashura hátíð verður haldin í Neskirkju laugardaginn 26. nóvember 2016 kl. 14 – 16. Hátíðin er haldin í samstarfi við félagið Horizon, sem var stofnað af ungum muslimum sem vilja vera virkir í samtali við aðra hópa samfélagsins í að brjóta niður múra og byggja traust. Hátíðin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Ashura [...]

By |2017-04-26T12:23:07+00:0025. nóvember 2016 13:10|

Hátíðarmessa, barnastarf og opnun sýningar

  Kristín Gunnlaugsdóttir listakona Fyrsti sunnudagur í aðventu. Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur í messunni undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestar Neskirkju þjóna. Fjallað verður um um myndlistarsýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur, Siðbót, sem opnuð verður í lok messunnar. Þar segir listamaðurinn frá verkum sínum. Sýningin markar upphaf afmælishátíðar Neskirkju sem var [...]

By |2017-04-26T12:23:07+00:0024. nóvember 2016 12:51|

Aðventan

Krossgötur miðvikudaginn 23. nóvembar kl. 13.30. Steingrímur Þórhallsson, organisti í Neskirkju, sest við orgelið og flytur tónlist sem tengist aðventunni. Mögulega verður boðið upp á tónlistargetraun í anda Kontrapunkts! Kaffiveitingar á Torginu.

By |2016-11-22T09:41:07+00:0022. nóvember 2016 09:41|