Kristín Gunnlaugsdóttir listakona

Kristín Gunnlaugsdóttir listakona

Fyrsti sunnudagur í aðventu. Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur í messunni undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestar Neskirkju þjóna. Fjallað verður um um myndlistarsýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur, Siðbót, sem opnuð verður í lok messunnar. Þar segir listamaðurinn frá verkum sínum. Sýningin markar upphaf afmælishátíðar Neskirkju sem var vígð á pálmasunnudegi 1957.

Söngur, sögur og gleði í barnastarfinu í umsjón Stefaníu, Guðrúnar og Ara.

Kaffiveitingar á Torginu eftir barnastarf og messu.