Sunnudaginn 11. desember kl. 20. Ræðumaður kvöldsins er Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla íslands. Fjölbreytt jólatónlist verður flutt af þremur kórum, Kór Neskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Hljómi, kór eldri borgara. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Prestar kirkjunnar leiða stundina og fermingarbörn tendra ljós og lesa. Falleg og hátíðleg aðventustund. Að henni lokinni er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur á Kaffitorginu.
Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar verða til sölu eftir stundina. Söluverð rennur óskipt til Hjálparstarfsins.