Fréttir

Ræktun, nýting og sóun matar –  og góðar uppskriftir

Matur og sjálfsefling, matarframleiðsla, nýting og sóun verður allt til umræðu á námskeiði í Neskirkju fimmtudaginn 30. mars kl. 20. Aðalræðumaður er Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir frá stuðningi við konur þar sem unnið er út frá ræktun og nýtingu matvæla. Boðið verður upp á hressingu og hollum, ódýrum og sniðugum uppskriftum [...]

By |2017-04-26T12:23:06+00:0029. mars 2017 15:05|

Hvað er fátækt?

Krossgötur miðvikudaginn 29. mars kl. 13.30. Sr. Bjarni Karlsson, prestur vinnur að rannsókn á fátækt á Íslandi. Hann hefur barist fyrir málefnum þeirra sem eiga um sárt að binda og tekið virkan þátt í pólitísku starfi. Hann deilir með okkur hugmyndum sínu og hugsjónum í þessum efnum. Kaffiveitingar.

By |2017-03-28T12:54:44+00:0028. mars 2017 12:54|

Messa 26. mars

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Hljómur kór eldri borara í Neskirkju syngur undir stjórn Hildigunnur Einarsdóttir. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón sr. Steinunn Arnþrúður, Heba og Ari. Kaffiveitingar á Torginu eftir messu.

By |2017-03-23T13:09:19+00:0023. mars 2017 13:09|

Konan á bakhliðinni: Valgerður biskupsfrú og allar hinar konur Íslands

Krossgötur miðvikudaginn 22. mars kl. 13.30. Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands er fátt mannlegt óviðkomandi og hún hefur tekið virkan þátt í baráttunni fyrir auknu jafnrétti og bættu samfélagi. Hér ræðir hún um Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú sem lét mikið að sér kveða um sína daga. Kaffiveitingar.

By |2017-03-20T16:57:59+00:0020. mars 2017 16:57|

Er munur á föstu og megrun?

Námskeið um tengsl matar og trúar í Neskirkju verður haldið á fimmtudagskvöldum , 23. mars – 13. apríl og hefst kl. 20.00. Fasta, matarframleiðsla, sanngjörn skipti, matarnýting, matarsóun, mataruppskriftir verða á dagskrá. Sigurlín Ívarsdóttir, heilsukokkur og prestur,fjallar um muninn á föstu og megrun og trúarhugmyndir í matar-og megrunartísku. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, greinir frá [...]

By |2017-03-20T17:02:13+00:0020. mars 2017 11:38|

Messa 19. mars

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organist. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Stefanía, Katrín og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2017-03-17T09:32:14+00:0017. mars 2017 09:32|

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

Krossgötur miðviudaginn 15. marsk kl. 13.30. Mörður Árnason, íslenskufræðingur kemur í heimsókn. Eitt merkasta bókmenntaframlag í seinni tíð er útgáfa Marðar á Passíusálmunum frá því 2015. Mikil vinna var lögð í útskýringar og aðgengilegan texta. Mörður segir frá kynnum sínum af Hallgrími og fjallar um verkið. Kaffiveitingar.

By |2017-03-14T11:36:56+00:0014. mars 2017 11:36|

Messa og sunnudagaskóli 12. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Barnastarfið er í umsón Stefaníu Steinsdóttur, sr. Skúla Ólafssonar og Ara Agnarssonar. Rebbi mætir fílefldur til leiks, Nebbi og aðrir góðir gestir. Mikill söngur og gleði. Samfélag á kaffitorgi eftir messu að vanda.

By |2017-04-26T12:23:06+00:008. mars 2017 15:06|

Neskirkja: höfundur hennar og sérstaða í byggingarsögunni.

Fimmtudaginn 9. mars kl. 19:57 flytur Pétur Ármannsson arkitekt erindi í Neskirkju. Þar ræðir hann ræðir sögu, hönnun og útlit Neskirkju, sem markaði tímamót á ýmsan hátt, bæði hin nýja borgarsókn og svo hið móderníska útlit kirkjunnar. Eins og á við um öll mannleg verk, tengjast ýmsar sögur þessari byggingu og hún hefur sjálf ekki farið varhluta [...]

By |2017-03-07T10:34:58+00:007. mars 2017 10:34|

Borg og byggð, skipulag, verkefni og áskoranir

Krossgötur miðvikudaginn 8. mars kl. 13.30. Hilmar Þór Björnsson, arkitekt, er afkastamikill í sínu fagi og hefur sterkar skoðanir á því hvernig á að skipuleggja byggð í þéttbýli. Hann er annar  höfundurinn að Grandahverfinu hér í Vesturbænum og heldur úti bloggi þar sem hann ræðir útlit og fyrirkomulag við hönnun húsnæðis á Íslandi sem víðar. Kaffiveitngar.

By |2017-04-26T12:23:06+00:007. mars 2017 10:16|