Matur og sjálfsefling, matarframleiðsla, nýting og sóun verður allt til umræðu á námskeiði í Neskirkju fimmtudaginn 30. mars kl. 20. Aðalræðumaður er Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir frá stuðningi við konur þar sem unnið er út frá ræktun og nýtingu matvæla. Boðið verður upp á hressingu og hollum, ódýrum og sniðugum uppskriftum safnað . Þetta er annað námskeiðið í röð viðburða sem fjalla um tengsl matar og trúar á víðan hátt. Umsjón hafa sr. Steinunn A. Björnsdóttir, sr. Sigurlín Ívarsdóttir og Svanhildur Sigurðardóttir. Námskeiðið er ókeypis. Allir velkomnir.