Biskupsmessa á fimmtugsafmæli
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, prédikar í Neskirkju á pálmasunnudag kl. 11. Kirkjan á 50 ára afmæli, var vígð á pálmasunnudegi árið 1957. Allir velkomnir, ungir og aldnir. […]
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, prédikar í Neskirkju á pálmasunnudag kl. 11. Kirkjan á 50 ára afmæli, var vígð á pálmasunnudegi árið 1957. Allir velkomnir, ungir og aldnir. […]
Fermingar verða í kirkjunni laugardaginn 31. mars, kl. 11.00 og 13.30, og á pálmsunnudag, 1. apríl, kl. 13.00. Nöfn fermingarbarna, sem fermast þessa daga, er hægt að nálgast hér!
Hvernig á að halda upp á afmæli? Í stað afmælis í einn dag verður hátíð Neskirkju í heilt ár. Kirkjuafmæli er tilefni til að fagna vel og lengi. Á pálmasunndegi byrjar árshátíð Neskirkju. Guðsríkið er allra, öllum er boðið, allir eru velkomnir. […]
Föstudaginn 30. mars verður síðasta saltfiskmáltíðin að þessu sinni reidd fram í hádeginu. Guðfræðinemar koma í heimsókn og flytja stutta dagskrá. Allir velkomnir!
Á pálmasunnudag, 1. apríl kl. 11, verður þess minnst að Neskirkja var vígð þann sama sunnudag árið 1957. Hátíðarmessa verður kl. 11. Meiri upplýsingar munu birtast síðar í vikunni. Fylgstu með og taktu þátt!
Sr. Þórhildur Ólafs, sem leysti sr. Sigurð Árna Þórðarson af s.l. 4 vikur, hefur lokið sínu verkefni. Um leið og henni eru þökkuð góð störf, hlý og góð nærvera á liðnum vikum, er Sigurði Árna fagnað að loknu feðraorlofi.
María játar að hún þarfnast Guðs síns eins og við öll. Við í okkar lúthersku kirkju biðjum ekki til Maríu guðsmóður og höfum hana ekki sem milligöngumann milli okkar og Guðs. Hún er ekki guðleg vera sem við tilbiðjum. En svo sannarlega getum við dáðst að hugrekki hennar og reynt að tileinka okkur auðmýkt hennar, [...]
Í messu sunnudagsins stígur skrifstofustjóri Neskirkju, Úrsula Árnadóttir, cand. theol. í stólinn og flytur prédikun á boðunardegi Maríu. Barnastarfa á sama tíma. Sr. Örn Bárður Jónsson, þjónar fyrir altari. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kaffisopi eftir messu.
Saltfiskdagar halda áfram í Neskirkju og n.k. föstudag, 23. mars, kl. 12-13, kemur nýr gestur og ræðir við matarfólk. Valgerður Sigurðardóttir heiti hún og hefur rekið fiskvinnslu. Hún hefur líka verið forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði en stundar nú nám í lögfræði. Hún veit að lífið er saltfiskur og hún ætlar að segja okkur sögur af [...]
Fundur um Þjóðkirkjuna og samkynhneigð í Neskirkju, miðvikudaginn, 21. mars. kl. 20. Kynnt verða drög að ályktun og form fyrir blessunarathafnir. Frummælendur, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir,verkefnisstjóri Biskupsstofu, Grétar Einarsson og Guðrún Guðfinnsdóttir, bæði frá Samtökunum 78. Kynningar- og umræðufundurinn sem er öllum opinn er haldinn á vegum 5 sókna, Dómkirkju-, Hallgríms-, Háteigs-, Seltjarnarness- og Nessóknar.