Fréttir

En þér, hvern segið þér mig vera?

Messa kl. 11 sunnudaginn 8. júlí. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Stúlkubarn verður skírt í messunni. Hver var Jesús? Hvaða máli skiptir hann nú á tímum? […]

By |2007-07-07T21:34:10+00:007. júlí 2007 21:34|

Að dæma aðra

Prédikun sr. Arnar Bárðar sunnudaginn 1. júlí, bæði texti og hljóðupptaka er hér.Á sama stað eru einnig líkræður og pistlar.

By |2007-07-01T22:30:20+00:001. júlí 2007 22:30|

Að dæma réttláta dóma

Messa 1. júlí kl. 11. Rætt verður um afstöðu Jesú til hórseku konunnar í Jóhannesarguðspjalli 8.1-11. Sekt eða sýkna? Má dæma aðra? Hver er sekur? Hver dæmir? Hver borgar sektina? Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. […]

By |2007-06-29T18:10:46+00:0029. júní 2007 18:10|

Leikjanámskeiðin komin í frí fram í lok júlí

Síðara leikjanámskeiði júnímánaðar lauk nú á föstudag og var það fullsótt með 22 þáttakendum. Hópurinn lék sér saman í kirkjunni, föndraði úr skeljum og kuðungum, heimsótti Árbæjarsafn og fór í rútuferð til Hveragerðis þar sem hverasvæðið var skoðað og sníktur ís í Kjörísverksmiðjunni. Að vanda tókum við fullt af myndum en næsta námskeið hefst mánudaginn [...]

By |2007-06-26T14:19:19+00:0026. júní 2007 14:19|

Týndur – fundinn

Í nágrenni þínu er pirrað tölvuleikjafólk. Þegar tölvunni er kippt úr sambandi verða uppþotin. Er krakkinn orðinn vitlaus? Er hér komin nútímaútgáfa af sögu Jesú? Týndi sonurinn í tölvuheimum, týnda dóttirin á nethögum? Prédikun sr. Sigurðar Árna er hér.

By |2017-04-26T12:23:53+00:0024. júní 2007 16:02|

Týndur sonur og sálmar

Í messunni 24. júní verður íhuguð líkingasaga Jesú um týnda soninn, öfund bróður hans og sérkennilegan föður þeirra. Hvers konar fjölskylda var þetta og hverjar eru hliðstæðurnar í samtíðinni? Messan hefst kl. 11 og kaffi eftir messu. […]

By |2007-06-22T16:58:22+00:0022. júní 2007 16:58|

Vel heppnað leikjanámskeið og annað í gangi.

Fyrsta leikjanámskeið sumarsins er lokið og var ótrúlega skemmtilegur hópur sem það sótti. Búið er að setja helling af myndum frá námskeiðinu á myndasvæði æsklýðsstarfsins. Nú er í fullum gangi seinna júnínámskeiðið og eru 21 barn hjá okkur í kirkjunni þessa viku. Við minnum á að skráning er hafin fyrir námskeið III og IV sem [...]

By |2007-06-20T12:13:40+00:0020. júní 2007 12:13|

Uppskrift að þjóðarsælu

Messa, þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 11. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Textar dagsins með loforðum og heilræðum eru hér ef þú vilt skoða þá og íhuga. […]

By |2007-06-15T11:33:02+00:0015. júní 2007 11:33|