Messa 9. nóvember
Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Háskólakórnum syngja undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Líf og fjör í sunnudagskólanum. Kaffi á Torginu að lokinni messu. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson
Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Háskólakórnum syngja undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Líf og fjör í sunnudagskólanum. Kaffi á Torginu að lokinni messu. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson
Sunnudaginn 2. nóvember verður sunnudagaskólinn kl. 11 og eru börnin hvött til að bæta í búningum. Karen og Karólína taka vel á móti börnum! Verið hjartanlega velkomin.
Sunnudaginn 9. nóvember kl. 11 verður barnastarf og messa til heiðurs Hjálmari Jónssyni skáldi. Hann er betur þekktur sem Bólu-Hjálmar og fæddist á Hallandi í Eyjafirði 1796. Hann lést 25. júlí 1875. Kór Neskirkju hefur æft lög íslenskra tónskálda við ljóð Bólu-Hjálmars sem flutt verða í messunni. Þorgeir Tryggvason, heimspekingur, flytur erindi um skáldið í [...]
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Háskólakórnum syngja undir stjórn Gunnsteins Ólafssinar. Sunnudagskólin er á sínum stað með söng og gleði. Samfélag og kaffi á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Eftir messu er bíblíulesur í umsjón sr. Skúla.
Sunnudaginn 26. október strax að lokinni messu fjallar sr. Skúli S. Ólafsson um annan kafla Lúkasarguðspjalls. Hann er sennilega með þeim þekktari - sjálft jólaguðspjallið og einu bernskufrásagnirnar af Jesú sem varðveist hafa í guðspjöllunum. Nokkrar slíkar er þó að finna í svo nefndum Apókrýfum ritum Nýja testamentisins. Boðið er upp á létta hressingu og [...]
Sunnudaginn n.k. kl. 11 verður fjölskyldumessa í Neskirkju. Stúlknakór Neskirkju syngur og söngkonan Íris Rós Ragnhildardóttir, sem hefur sungið og samið tónlist m.a. fyrir Krakkaskaup RÚV. Við fáum einnig aðra góða gesti í heimsókn eins og Mýslu og Rebba ref sem kenna börnunum eitt og annað um Guð, lífið og tilveruna. Verið hjartanlega velkomin á [...]
Opnun sýningar Guðrúnar Gunnarsdóttur verður í messu kl. 11.00. Verkin á sýningunni í Neskirkju eru flest frá árinu 2025. Þar er að finna verk unnin úr vir, hrosshárum og plasti. Allt eru þetta efni sem tengjast hugarheimi Guðrúnar með einum og öðrum hætti. Víraverkin tengjast eldri verkum, en eru opnari og enn líkari teikningu en [...]
Messa og barnastarf kl. 11.00. Félagar úr Kór Neskirkja leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Sunnudagskólinn á sama tíma. Söngur, gleði og gaman. Í messunni verður sýning Guðrúnar Gunnarsdóttur, Að öðrum þræði, opnuð. Kaffisopi og samfélag.
Krossgötur mánudagurinn 13. október kl. 13.00. Ása Ester Sigurðardóttir, sagnfræðingur: ,,Guð blessi hvern þann mann, sem gerir eitthvað fyrir aumingja Ísland“. Þorbjörg Sveinsdóttir (1827–1903) var áberandi í kvennabaráttu nítjándu aldar á Íslandi. Hún var meðal þeirra kvenna sem stóðu fyrir stofnun Hins íslenska kvenfélags en það var fyrsta kvenfélagið á Íslandi sem hafði réttindi kvenna [...]
Sunnudaginn 5. október eftir messu hefst að nýju Biblíulesturinn í Neskirkju. Fræðslan stendur yfir alla sunnudaga í október og verður fjallað um Lúkasarguðspjall. Fræðslan stendur í klukkustund og boðið er upp á létta hressingu. Sr. Skúli S. Ólafsson fjallar um fyrsta kafla guðspjallsins.