Tónleikar: Sönghópur Marteins og Kór Neskirkju
Sunnudaginn 14. desember kl. 17 mun Sönghópur Marteins og Kór Neskirkju efna til jólatónleika í Neskirkju. Kórarnir flytja ýmis jólalög saman og í sitthvoru lagi. Kór Neskirkju er starfandi safnaðarkór í Vesturbænum og Sönghópur Marteins eru félagar úr „gamla" Dómkórnum sem starfaði undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar heitins. Verið velkomin á notalega jólastund. Aðgangur ókeypis.