Fréttir

Messa 31. ágúst

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Judith Thorbergsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sýning á verkum listakonunnar Ragnhildar Stefánsdóttur verður opnuð á Torginu eftir messu. Kaffiveitingar. Ræðuna er hægt að nálgast hér.

By |2014-08-28T13:15:36+00:0028. ágúst 2014 13:15|

Sýning Ragnhildar Stefánsdóttur

Sunnudaginn 31. ágúst verður opnuð í safnaðarheimili Neskirkju sýning á verkum listakonunnar Ragnhildar Stefánsdóttur. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Skynjun, eru þrjú verk: Vox populi sem er hugleiðing um tunguna, Svo á himni sem á jörðu, um augað og Innút, um þefskynið. […]

By |2014-08-28T13:14:16+00:0028. ágúst 2014 13:14|

Stórfyrirtæki í Evrópu, Ameríku og víðar setja sér siðareglur vegna þess að siðsemi í viðskiptum borgar sig þegar til lengri tíma er litið. Siðlaus fyrirtæki tapa alltaf á viðskipum. Stjórnvöld, hreyfingar og fyrirtæki ættu skilgreina gildi sín og setja skýrar reglur um viðmið, ferla og mörk. Úr prédikun Sigurðar Árna 17. ágúst, 2014. Prédikunin er [...]

By |2017-04-26T12:23:21+00:0019. ágúst 2014 18:49|

Messa 17. ágúst

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2014-08-14T12:06:54+00:0014. ágúst 2014 12:06|

Menn lyginnar

Menn lyginnar eru falsspámenn. Þeir eru Gosar í lífinu. Prédikun Sigurðar Árna sunnudaginn 10. fjallar um óheilindin og hinar víðtæku og herfilegu afleiðingar lyginnar. Jesús fer leið sannleikans. Hvaða leið viljum við fara? Prédikunin er á tveimur vefslóðum, á trú.is og sigurdurarni.is

By |2017-04-26T12:23:21+00:0010. ágúst 2014 19:40|

Fermingar 2015

Skráning og val á fermingardögum fyrir 2015 er hafið og fer skránig fram í síma 511 1560 milli kl. 10 og 16. Sumarnámskeiðið hefst sunnudagskvöldið 17. ágúst. Sjá nánari upplýsingar hér.

By |2014-08-08T09:34:56+00:008. ágúst 2014 09:34|

Messa 10. ágúst

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi á Torginu eftir messu.

By |2014-08-07T10:11:13+00:007. ágúst 2014 10:11|

Tekex og ansjósur

Hvað gerir þér gott? Fjölbreytilegt fæði og í hæfilegum skömmtum - jafnvel líka tekex og ansjósa úr dós. Líka tengsl við fólk, tilfinninganæring, líkamleg hreyfing - að einhver sjái þig, brosi við þér og tjái þér að þú sért mikils virði. Prédikun Sigurðar Árni í messunni 3. ágúst 2014 er að baki báðum smellunum, bæði [...]

By |2014-08-03T15:36:37+00:003. ágúst 2014 15:36|

Messan í Neskirkju 3. ágúst kl. 11

Messað er alla helga daga í Neskirkju. Verslunarmannahelgar-sunnudagurinn er 7. sunnudagur eftir þrenningarhátíð og að venju hefst messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi á Torginu eftir messu. Það verður engin þjóðhátíð í Neskirkju á sunnudag heldur hátíð himinsins. Allir velkomnir til veislunnar.

By |2014-07-31T14:40:54+00:0031. júlí 2014 14:40|

Druslur allra landa sameinist

 Í prédikun dagsins fjallaði Sigurvin L. Jónsson æskulýðsprestur um Druslugönguna, klámvæðingu og mikilvægi þess að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Í ræðunni segir m.a.: ,,Druslugangan vekur vonir um að við séum sem samfélag að vakna af værum blundi, ekki bara hér á landi heldur í borgum um allan heim. Kynferðisofbeldi einskorðast ekki við einstök mál, heldur [...]

By |2017-04-26T12:23:21+00:0027. júlí 2014 17:40|