Í prédikun dagsins fjallaði Sigurvin L. Jónsson æskulýðsprestur um Druslugönguna, klámvæðingu og mikilvægi þess að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Í ræðunni segir m.a.: ,,Druslugangan vekur vonir um að við séum sem samfélag að vakna af værum blundi, ekki bara hér á landi heldur í borgum um allan heim. Kynferðisofbeldi einskorðast ekki við einstök mál, heldur varðar menningu okkar, þar sem það er látið óáreitt að ofbeldi gegn konum sé skemmtun og að gerendur séu upphafnir á kostnað þolenda.“ Ræðuna má lesa á heimasíðu sigurvin.annall.is.