Fréttir

Móður-mál trúarinnar.

Prédikun dagsins um uppruna mæðradagsins er kominn á tru.is. Í prédikuninni segir m.a: „Að baki þeirri guðfræði er meðvitund um þá staðreynd að hagmunir og heilsa kvenna við barnsburð og brjóstagjöf er samofin hagsmunum allra og í þróunaraðstoð er árangursríkasta leiðin til að efla hag fólks að búa um heilsa mæðra. Ungbarnadauði á Íslandi var [...]

By |2017-04-26T12:23:15+00:0010. maí 2015 22:04|

Messa 10. maí á mæðradaginn

Messa og barnastarf á mæðradaginn. Ekkert hlutverk hefur yfir sér dýpri dulúð og meiri ást en það að vera móðir. Í prédikun dagsins verður fjallað um mæður og hvað þær geta kennt okkur um listina að lifa. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar. Kór Neskirkju leiðir söng og flytur kórverk undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarf er í [...]

By |2015-05-07T12:11:08+00:007. maí 2015 12:11|

Aðalsafnaðarfundur 10. maí

Sunnudaginn 10. maí kl. 12:30 er aðalsafnaðarfundur Nessóknar. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Allir eru velkomnir. 

By |2017-04-26T12:23:15+00:003. maí 2015 09:53|

Að feta hinn fáfarna veg.

Í messu morgundagsins verður fjallað um listina að lifa og ákall Jesú til að feta fáfarinn veg hugrekkis, sannmælgi, kærleika og sjálfsfórnar. Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og kór Neskirkju leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið leiða sr. Skúli, Katrín Helga, Andrea, Oddur og Ari undirleikari. Kaffi á Torginu í lokin.

By |2015-04-25T10:03:40+00:0025. apríl 2015 10:03|

Bjartsýnisbusl á sumardaginn fyrsta.

Á sumardaginn fyrsta verður í sundlaug Vesturbæjar Bjartsýnisbusl á vegum NeDó, æskulýðsfélags Neskirkju. Ókeypis er ofan í laugina og dagskrá hefst kl. 9.30. Ásta Kristensa Steinsen flytur hugleiðingu, Ari Agnarsson þenur nikkuna og NeDó-ingar flytja bænir og stýra leikjum í lauginni. Buslum saman í þeirri bjartsýni sem þarf til að fagna sumri um miðjan Apríl.

By |2017-04-26T12:23:16+00:0022. apríl 2015 19:47|

Tekist á um Charles Darwin

Í prédikun dagsins var fjallað um arfleifð Charles Darwin og meint átök kirkju og vísinda í gegnum aldirnar. Þar segir m.a.: „Þróunarkenningin er ekki umdeild í náttúruvísindum og nær allar háskólakirkjudeildir hafa samþykkt og stutt grunnhugmyndir hennar. Vísindin lýsa því hvernig að lögmál náttúrunnar starfa, með náttúruvali og samspili erfða, á meðan guðfræði kirkjunnar spyr [...]

By |2017-04-26T12:23:16+00:0012. apríl 2015 16:16|

… þegar ég minnist þess og veit að þú ert komin af öpum.

Í messu sunnudagsins verður fjallað um vísindi og trú í ljósi kenninga Charles Darwin um þróun tegundanna. Stendur trúnni ógn af uppruna tegundanna eða átti kirkjan þátt í hugmyndasmíðum hans. Sigurvin Lárus Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Í upphafi verður falleg stúlka borin fram til skírnar. Kór Neskirkju flytur verk og leiðir safnaðarsöng undir [...]

By |2015-04-09T14:46:46+00:009. apríl 2015 14:46|

Hold af holdi

Hér má lesa predikun á föstudaginn langa sem flutt var í Neskirkju.  

By |2017-04-26T12:23:16+00:003. apríl 2015 16:47|

Sísýfos, Kristur og leikhús fáránleikans

„Í raun er einungis til eitt heimspekilegt vandamál og það er sjálfsmorð. Sá dómur hvort lífið sé þess virði að lifa því eða ekki, samsvarar því að svara grundvallarspurningum heimspekinnar.” Þannig hefst prédikun skírdags í Neskirkja​ en þar er því haldið fram að píslarsagan opinberi fáránleika valdsins og leiði til uppreisnar! Ertu með ... Hægt [...]

By |2017-04-26T12:23:16+00:002. apríl 2015 21:17|