Í prédikun dagsins var fjallað um arfleifð Charles Darwin og meint átök kirkju og vísinda í gegnum aldirnar. Þar segir m.a.: „Þróunarkenningin er ekki umdeild í náttúruvísindum og nær allar háskólakirkjudeildir hafa samþykkt og stutt grunnhugmyndir hennar. Vísindin lýsa því hvernig að lögmál náttúrunnar starfa, með náttúruvali og samspili erfða, á meðan guðfræði kirkjunnar spyr um tilurð og tilgang sköpunarverksins. Arfleifð Charles Darwin hefur hinsvegar verið rænt, annarsvegar af andtrúarmönnum og hinsvegar þeim sem aðhyllast bókstafshyggju með hætti sem stillir þróunarkenningunni og Biblíunni upp sem andstæðum.“ Ræðuna er hægt að lesa á tru.is.