Skráning í fermingarfræðslu vegna ferminga vorið 2026 er hafin.

Fermingardagar 2026
Laugardagurinn 28. mars kl. 11.00 og 13.30
Annar í páskum 6. apríl kl. 11.00
Sunnudagurinn 12. apríl kl. 13.30

Sumarnámskeið hefst með kynningu sunnudaginn 17. ágúst kl. 18 og svo verður kennt dagana 18. – 21. ágúst. Kennslugögn verða afhent í kirkjunni. Mætingarskylda er alla dagana. Fermingarbörnin fá bæði hádegisverð og síðdegishressingu.

Messa 24. ágúst
Messa kl. 11 er sérstaklega ætluð fermingarbörnum og foreldrum. Í framhaldi förum við með rútu í Heiðmörk þar sem tré verða gróðursett.

Vetranámskeið hefst 29. ágúst kl. 14 og er ætlað þeim börnum sem gátu ekki sótt sumarnámskeiðið. Fyrirkomulag fræðslunnar verður kynnt nánar.

Ferðalag í Vatnaskóg 
Helgina 12. – 14. september eru drengirnir í Vatnaskógi.
Helgina 19. – 21. september eru stúlkurnar í Vatnaskógi.

Þau sem ekki komast á ágústnámskeiðið verða í tímum á haustmánuðum og hefst kennslan í september.

Skráning í fermingarfræðsluna fer fram hér: https://www.abler.io/shop/nes24/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDAyMDE=?