Þann 18. maí fer hin árlega vorhátíð barnastarfsins fram. Hún hefst með fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 sem leiðtogar í barnastarfinu ásamt sr. Steinunni Arnrþrúði Björnsdóttur leiða. Steingrímur Þórhallsson organisti er við hljóðfærið. Stúlknakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms og Tinnu Sigurðardóttur. Að lokinni fjölskylduguðsþjónustu förum við út í garð. Þar verður hoppukastali, andlitsmálning, grill og gleði.