Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar, organista. Barnastarfið er á sínum stað með söng og leik. Kirkjukaffi á Torginu að messu lokinni. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Kl. 18:00 sama dag er umhverfisþing á Torginu í Neskirkju þar sem horft verður til sóknar og tækifæra á sviði vistmála.