Messa kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju mæta í sumarklæðunum og syngja við raust undir stjórn organistans og garðyrkjbóndans Steingríms Þórhallssonar. Í predikun verður lagt út af orðum hins nafntogaða Gídeons: ,,Æ, Drottinn, hvernig ætti ég að frelsa Ísrael? Ætt mín er aumasta ættin í Manasse og ég smæstur í ætt minni.“ Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Kaffisopi á torginu að messu lokinni.