Messa og sunnudagaskóli verður kl. 11 þann 18. september. Að venju er sameiginlegt upphaf í kirkjunni en síðan færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimilið þar sem Kristrún, Hrafnhildur og Ari halda uppi fjörinu með söng og sögum. Í kirkjunni syngur kór Neskirkju og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Fjallað verður um guðspjall dagsins, landamæri og hvað þau þýða í lífi okkar, bókstaflega og abstrakt. Texta dagsins má finna á vef Þjóðkirkjunnar.

Hressing og samfélag að loknum stundunum á Torginu.