Að lokinni messu sunnudaginn 14. ágúst verður boðið upp á göngu í Hólavallagarð  í fylgdi Þrándar Þórarinssonar myndlistarmanns og Heimis Janusarsonar garðyrkjufræðings og umsjónarmanns í Hólavallagarðs. Þar leiðir Heimir gesti um garðinn og segir frá. Gangan tengist lokum sýningar Þrándar sem verið hefur á torginu í safnaðarheimilinu frá því í vor og ber yfirskriftina „Í Hólavallagarði“.

Messan hefst kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og predikunin tengist einnig sýningunni sem er að ljúka. Eftir stutt kirkjukaffi verður síðan gengið í Hólavallagarð.