Ólafur Teitur Guðnason, höfundur bókarinnar Meyjarmissir, verður gestur á fræðslukvöldi í Neskirkju þann 24. október kl. 20. Tilefnið er sýning Hallgríms Helgasonar: „Það þarf að kenna fólki að deyja“ Sýningin stendur yfir í safnaðarheimili Neskirkju. Ólafur Teitur fjallar um reynslu sína og sorg í tengslum við andlát eiginkonu sinnar Engilbjartar Auðunsdóttur en bók hans, Meyjarmissir, kom út fyrr á þessu ári. Á undan flytur sr. Steinunn A. Björnsdóttir erindi um sorg og sorgarferli og leit okkar að merkingu. Kaffiveitingar í boði kirkjunnar.