Guðsþjónusta og sunnudagaskóli hefst kl. 11. Að venju er sameiginlegt upphaf inni í kirkju en síðan fer sunnudagaskólinn í safnaðarheimilið.

Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

Sunnudagaskólinn er í umsjá Kristrúnar Guðmundsdóttur. Ari Agnarsson leikur undir söng og leik af list.

Hressing og samfélag á Torginu eftir stundirnar.