Sunnudaginn 22. ágúst er guðsþjónusta kl. 11. Við köllum hana „messu fyrir óvana“ og ætlum að útskýra nokkur atriði messunnar um leið og við höfum venjulega guðsþjónustu. Lögð er áhersla á léttan söng. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega boðin velkomin. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Efni texta og predikunar er að sjá og ólík sýn.