Þann 20. júní verður guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Í predikun verður rætt um spádómsbók Jónasar, sem frekar mætti lýsa sem smásögu eða dæmisögu en hefðbundnu spádómsriti. Þar kemur fyrir fárviðri á sjó og stórfiskur svo eitthvað sé nefnt. Blöð og litir á staðnum fyrir yngstu kynslóðina.

Hressing og samfélag á Torginu eftir guðsþjónustu.