Messa og sunnudagskóli kl. 11 á konudaginn. Í messunni verður rætt um þátt kvenna í kristni og kirkju, þar með talið kvenfélög í tilefni þess að Kvenfélagasamband Íslands er 100 ára. Minnst verður starfs kvenfélags Neskirkju og gluggað í sögu þess og fundargerðir. Konur taka þátt sem lesarar. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Í sunnudagaskólanum verður líka talað um sterkar konur, sungið og leikið. Umsjón Katrín H. Ágústsdóttir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnarsson. Sameiginleg hressing og samfélag á Torginu eftir helgistundirnar.