Messa kl. 18. Messan hefst í kirkjunni en færist í hliðarsalinn að dúkuðu borði þar sem brauði og víni verður útdeilt og almennt borðhald. Rætt verður um tengsl altarisgöngunnar við páskamáltíð gyðinga og matarsamfélagið. Þau sem geta eru hvött til að leggja eitthvað til máltíðarinnar. Messunni líkur svo inni í kirkjuskipi. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.