Hátíðarmessa kl. 11 í tilefni 60 ára vígsluafmælis Neskirkju. Frumflutt verður ný messa eftir Steingrím Þórhallsson organista. Kór Neskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Barnakór Neskirkju syngja. Stjórnendur Steingrímur Þórhallsson og Jóhanna Halldórsdóttir. Sr. Skúli S. Ólafsson predikar og sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar fyrir altari með þáttöku fermingarbarna, bæði frá 1957 og 2017, fyrrverandi Neskirkjupresta, prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis vestra og biskups Íslands.

Afmælisstemning í barnastarfinu kl. 11 í umsjón Stefaníu, Katrínar og Ara. Rebbi mætir glaðvaskur í afmæli og það verður söngur og gleði. Athugið að barnastarfið hefst í safnaðarheimilinu, ekki inni í kirkjuskipi.

Afmæliskaffi á Torginu.