Að lokinni guðsþjónustu þann 2. apríl kl. 11 opnar sýning Gretars Reynissonar á Torg. Á sýningunni verða til sýnis ljósmyndaverkið 20 40 60, sem kallast á við orð sköpunarsögu Biblíunnar: ,,Því að mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa“ (1Mós 3:19) og tímamót í fortíð og nútíð listamannsins, og gjörningurinn 500 fingraför, þar sem þátttakendur merkja vegg í safnaðarheimili kirkjunnar með moldarfingraförum og vísa þannig til upphafs og afmælis siðbótarhreyfingarinnar.