Átt þú eftir að kaupa sumarblóm? Föstudagskvöldið 27. maí verður blásið til blómasölu í safnaðarheimili Neskirkju. Þá mun Kór Neskirkju flytja glaðleg vor- og sumarlög kl. 20 og síðan tekur við hin árlega blómasala þar sem sumarblóm og kryddjurtir verða til sölu. Blómin eru ræktuð af kórstjóranum sjálfum, Steingrími Þórhallssyni, og eru plönturnar sérstaklega harðgerar og fallegar. Ágóðinn af sölunni rennur til hins öfluga kórastarfs sem vex og dafnar í Neskirkju og verður öflugra með hverju árinu.