Saltfiskur í hádeginu í dag kl. 12., föstudag, eins og alla föstudag á föstu. Reiddur verður fram suðrænn saltfiskur sem Ólafía Björnsdóttir mátráður Neskirkju eldar.

Fastan stendur í 7 vikur, er forn hefð þar sem fólk er hvatt til að íhuga líf Krists, þjáningu hans og dauða. Föstur eru þekktar innan flestra trúarbragða. Kristnir menn hafa fastað á kjöt sbr. kjötkveðjuhátíð sem markar upphaf föstunnar.

Saltfiskur hefur verið útflutningsvara Íslendinga í mörg hundruð ár. Það er af trúarlegum ástæðum. Kaþólskt fólk í Evrópu og víðar dregur úr kjötneyslu eftir kjötkveðjuhátíðina og borðar meiri fisk á föstunni en aðra tíma ársins.