Sunnudaginn 24. janúar kl. 11.00 er messa í Neskirkju. Þetta er jafnframt kveðjumessa sr. Sigurvins Lárusar Jónssonar sem er á leið í doktorsnám til Árósa í Danmörku. Kór Neskirkju og Stúlknakór syngja. Organisti verður Steingrímur Þórhallsson. Sigurvin prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Skúla Ólafssyni. Og auðvita verður barnastarfið á sínum stað í höndum Andreu, Katrínu, Odds og Ara. Vinum og samferðamönnum sr. Sigurvins gefst kostur á að kasta á hann kveðju og að loknu helgihaldi verða veglegar veitingar í boði sóknarnefndar á Kirkjutorgi.