Sameigninlegt upphaf barnastarfs og messu kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Messuþjónar úr hópi sóknarnefndarfólks. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari en þetta er síðasta messa hans í Neskirkju og því kveðjumessa. Sigurður Árni kom til starfa í Neskirkju árið 2004 en hann hefur verið skipaður sóknarprestur Hallgrímskirkju og verður settur í embætti 30. nóvember. Kaffiveitingar á Torginu eftir messu. Í barnastarfinu verður sungið og sögur sagðar. Þar verða einnig brúður, leikir og gleði. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa sr. Sigurvin, Katrín, Ari og Oddur.