Þann 15. nóvember næstkomandi verður í Neskirkju haldin Ashura hátíð, sem er ætlað að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Ashura hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem öllu jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið. Í Ashura búðingnum hefur hvert hráefni sín sérkenni og verka með ólíkum hætti á braðskyn okkar og líkama. Ashura hátíðin fagnar fjölbreytileika mannlífsins þar sem hver menningarhefð hefur sín sérkenni og bragðbætir menningu okkar, ef fjölbreytninni er fagnað. Áfram…