Krossgötur miðvikudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Torfhildur Rúna Gunnarsdóttir hefur farið Jakobsveginn – ekki einu sinni heldur tvisvar. Jakobsvegurinn er leiðin til Santiago Compostella á Spáni. Pílagrímar hafa á annað þúsund ár farið þessa leið til að leita sér andlegrar og líkamlegrar heilsubótar. Torhildur Rúna sýnir okkur myndir og segir frá líðan, hugsunum, vonum og trú pílagrímsins. Kaffiveitingar.