Steingrímur Þórhallsson organisti Neskirkju verður í vetur með stutta tónleika í hádeginu annan hvern fimmtudag sem hafa hlotið nafnið Fimmta fingurs fimmtudagar.

Á þessum tónleikum býður hann upp á tvær ólíkar raðir. Önnur verður sem fyrr helguð meistara Bach og spilað verður í hvert sinn tónlist frá ákeðnu æviskeiði hans. Einnig er markmiðið að spila allar tríósónötur Bach. Hin verða stafrófstónleikar þar sem tekið verður fyrir eitt eða fleiri tónskáld í stafrófsröð. Frægir meistarar í bland við minna þekkt nöfn.

Tónleikarnir hefjast 12:00 og eru um hálftími. Enginn aðgangseyrir.

Fimmtudaginn 25. febrúar verða stafrófstónleikar og eru þeir helgaðir stafnum A og þar mun organistinn J. S. Archer, fæddur 1866 sem verður kynntur.

Efnisskrá: Londonberry air – útsett af Archer, Swing low, sweet chariot – útsett af Archer, Air and allegro, Postlude.