Krossgötur – opið hús. Vetrardagsrkáin hefst miðvikudaginn 17. september kl. 13:00 með ferð í Viðey. Þar mun Viðeyingurinn og bókaútgefandinn, Örlygur Hálfdánarson, segja frá merkri sögu gamla þorpsin í Viðey, sýna félagsheimili Viðeyinga sem er í gömlum vatnstanki og segja frá myndum úr sögu staðarins í gamla skólahúsinu. Neskirkja býður rútuferð og sjóferð en þátttakendur greiða sjálfir fyrir kaffi og meðlæti í Viðeyjarstofu kr. 1.500. Mæting kl. 13:00 og áætluð heimkoma um kl. 17:30-18:00. Gott veðurútlit í kortunum, hægviðri og skýjað.