Uppstigningardagur er dagur eldri borgara í þjóðkirkjunni. Í guðsþjónustunni í Neskirkju kl. 14 syngur Hljómur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Steingrímur Þórhallsson leikur á orgelið og Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir athöfn í kirkjunni verður veislukaffi á Torginu. Gleðin heldur áfram því Reynir Jónasson mun þenja harmonikku sína og leika undir í almennum söng. Svo verður ræðuhorn – n.k. speakers corner: Þau sem hafa löngun til að segja skemmtisögu hafa aðgang að hljóðnema. Allir velkomnir – ungir sem aldnir.