Krossgötur miðvikudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Gísli Sigurðsson, prófessor, talar um hve lestur okkar á fornsögum er háður þeim fyrirframhugmyndum sem við höfum um uppruna þeirra og menningarumhverfi. Hann tekur dæmi af gelískum áhrifum á íslenska menningu, valdabaráttu kirkju og veraldlegra lögsögumanna um yfirráð yfir lögunum, heimsmynd goðafræðinnar, einstökum Íslendingasögum og uppfinningu Snorra Sturlusonar að nýta rittæknina til að miðla munnlegri þekkingu og með nýjum hætti. Kaffiveitingar.