Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Messuþjónar aðstoða. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði í barnastarfinu. Umsjón Ása Laufey, Katrín og Ari. Samfélag og léttar veitingar á Torginu eftir messu. Kl. 12.30 mun Pétur Ármannsson, arkitekt, flytja framsögu um Neskirkjuhúsið og ganga síðan um kirkjuna – og jafnvel út á kirkjulóð – til að skýra list Neskirkju.