Kyrrðardagur Neskirkju verður laugardaginn 25. janúar kl. 10-15.30. Kyrrðardagur er dekurdagur sálarinnar og hentar öllum, sem hafa áhuga á tilgangi eigin lífs, slökun og trú. Þau sem vilja rækta sinni innri mann og efla andlega heilbrigði eru velkomin. Íhuganir, bænir og tvær gönguferðir verða á dagskrá. Gerið svo vel að skrá ykkur með því að tilkynna nafn, heimilsfang og síma á netfangið s@neskirkja.is

Sigurður Árni Þórðarson flytur íhuganir og stýrir kyrrðardeginum ásamt með Elínu Sigrúnu Jónsdóttur.

Kostnaður: Þáttaka kostar ekkert en matur kostar kr. 1500 (grænmetissúpa í hádeginu og te/kaffi).

Hvernig væri að bregða sér á kyrrðardag í Neskirkju 25. janúar?

Dagskrá kyrrðardagsins er þessi:

10.00 Koma – kaffi/te – kynning

10.30 Íhugun í kirkju

11.00 Gönguferð með Ægisíðu

12.15 Hádegismatur

13.00 Íhugun – gönguferð – Hólavallagarður

14.30 Íhugun og bænir í kirkju

Fararblessun – þögnin rofin

Dagskrá lýkur um kl. 15.30

Messa í Neskirkju sunnudag 26. janúar, kl. 11 árdegis.

Facebooksíða kyrrðardags er á slóðinni: https://www.facebook.com/events/394409560695445/?ref_newsfeed_story_type=regular